Aukin þægindi og hraðari svör
Með netspjallinu er hægt að fá skjót og skýr svör með skilvirkum hætti. Biðtíminn er m.ö.o. stuttur og starfsfólk leggur áherslu á lausnamiðaða afgreiðslu mála.
Netspjallið sparar tíma því notendur geta sinnt öðrum verkefnum á meðan beðið er eftir úrlausn erindis.
Með tilkomu netspjallsins styrkir Búseti þjónustuna enn frekar og gerir félagsmönnum auðveldara að fá svör og aðstoð á þann hátt sem þeim hentar best. Ekki er mælt með að deila viðkvæmum upplýsingum í gegnum spjallið eins og kortaupplýsingum.
Þjónusta sem þróast með þörfum notenda
Við munum fylgjast vel með notkun netspjallsins og þróa þjónustuna byggt á þörfum félagsmanna og annarra notenda. Við hvetjum ykkur til að nýta þessa nýju samskiptaleið.
Auk netspjallsins er alltaf hægt að ná í Búseta á opnunartíma félagsins í síma 556-1000, með tölvupósti á buseti@buseti.is eða í gegnum spjallmennið okkar sem er ávallt á vaktinni.