Aukin þægindi og hraðari svör
Með netspjallinu er hægt að fá skjót og þægileg svör, biðtíminn er stuttur og starfsfólk leggur áherslu á að veita lausnir strax í fyrstu snertingu.
Netspjallið sparar einnig tíma og notendur geta sinnt öðrum verkefnum á meðan beðið er eftir úrlausn erindisins.
Með tilkomu netspjallsins styrkir Búseti þjónustu sína og gerir félagsmönnum enn auðveldara að fá svör og aðstoð á þann hátt sem þeim hentar best. Ekki er mælt með að deila viðkvæmum upplýsingum í gegnum spjallið eins og t.d. kortaupplýsingum.
Þjónusta sem þróast með þörfum notenda
Við munum fylgjast náið með notkun netspjallsins og þróa þjónustuna áfram út frá þörfum félagsmanna og annarra notenda. Við hvetjum alla til að nýta sér þessa nýju leið til að hafa samband.
Auk netspjallsins er alltaf hægt að ná í Búseta á opnunartíma félagsins í síma 556-1000, með tölvupósti á buseti@buseti.is, eða í gegnum spjallmennið sem er ávallt á vakt.