Mikill áhugi á íbúðum Búseta í október

Elsta félagsnúmerið sem fékk úthlutun í október var 12.458 en yngsta félagsnúmerið sem fékk úthlutað var 20.552

Í október auglýsti Búseti fimm íbúðir til sölu, allar í Reykjavík. Um var að ræða fjölbreyttar íbúðir, allt frá einstaklingsíbúð (stúdíó) upp í þriggja herbergja fjölskylduíbúð. Alls bárust 129 umsóknir frá félagsmönnum í þessar fimm íbúðir.

Mest sótt um í Vesturbænum

Keilugrandi 3, íbúð 407, vakti mestan áhuga í október. Um er að ræða stúdíóíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur með suðursvölum og sóttu 37 félagsmenn um hana.

Endurgerð íbúð í Grafarvogi vakti athygli

Frostafold 20, íbúð 603, er tveggja herbergja íbúð í fyrstu byggingu sem Búseti reisti í Grafarvogi. Íbúðin hefur verið endurgerð að fullu og sóttu 25 félagsmenn um hana.

Vinsælar íbúðir við Naustabryggju

Í Naustabryggju 11 voru tvær íbúðir auglýstar til sölu. Annars vegar íbúð 104, sem er tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérafnotareit í suður. Um hana sóttu 27 félagsmenn. Hins vegar íbúð 401, sem er þriggja herbergja íbúð á efstu hæð með hærri lofthæð og svalir í austur. Um hana bárust 25 umsóknir.

Falleg íbúð í Seljahverfi

Árskógar 5, íbúð 201, var stærsta íbúðin í októberúthlutuninni. Hún er björt og falleg þriggja herbergja íbúð með norðursvölum og svalalokun.  Alls sóttu 15 félagsmenn um þessa eign.

Skemmtilegar staðreyndir októbermánaðar

  • Elsta félagsnúmerið sem sótti um og fékk úthlutað í október var 12.458
  • Yngsta félagsnúmerið sem fékk úthlutað var 20.552
  • Ef félagsmaður í fyrsta sæti afþakkar úthlutun, hefur starfsfólk Búseta samband við næsta á listanum.
  • Í október fengu félagsmenn í fyrsta, öðru og þriðja sæti á úthlutunarlista mánaðarins úthlutað íbúð.